Slæmt veður og ófærð á Akureyri í næsta nágrenni

Veður á Akureyri og nágrenni er nú mjög slæmt og skyggni lítið sem ekkert á köflum.  Innanbæjar á Akureyri er mjög blint og þæfingsfærð um margar götur og biður lögreglan á Akureyri því vegfarendur að vega og meta þörfina á því að fara á bílum sínum af stað og þá einnig hvort að bílar þeirra séu nægjanlega vel útbúnir en talsvert hefur verið um það í morgun að ökumenn á fólksbílum á hafi lent í vandræðum og setið fastir, sumir ofar en einu sinni.  

Þá vill lögreglan vekja athygli á því að ófært er til Grenivíkur frá Akureyri og þá er Víkurskarð ófært en aðilar úr Björgunarsveitinni Tý á Svalbarðströnd og Þingey í Þingeyjarsveit hafa staðið í ströngu frá því kl. 05:00 í morgun við að koma vegfarendum þar til aðstoðar sem lentu  í vandræðum.  Þeim verkefnum er nú lokið.

Kjördæmisþingi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi sem fram átti að fara í Mývatnssveit í dag hefur verið frestað vegna óveðurs um viku eða til sunnudagsins 15. mars klukkan 14. Framboðslisti VG í kjördæminu verður ákveðin á þessum fundi.

Nýjast