Slæm færð tefur losun á sorpi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Illa hefur gengið að tæma sorptunnur á Akureyri eftir jólin vegna slæmrar færðar. Tæma á ruslið hálfsmánaðarlega en dæmi eru um
að tunnurnar hafi ekki verið losaðar síðan á aðfangadag. Íbúi í Skarðshlíð talaði um „ófremdar­ ástand“ þar í hverfinu, þar sem rusl flæð­
ir upp úr tunnum. Helgi Pálsson, rekstrarstjóri hjá Gámaþjónustu Norðurlands, segir í samtali við Vikudag að það hafi hægst á allri losun undanfarið.

„Það er mikið rusl eftir jólin og við höfum verið á fullu við að vinna niður haugana. Færðin á vegum hefur ekki hjálpað til. Við erum einnig að sinna sveitarfélögunum í kring, þar er mikil hálka á vegum sem gerir þetta allt seinlegra,“ segir Helgi.

Hann segist reikna með að hlutirnir verði komnir í rétt horf næstu daga. „Ég held að við verðum komnir á beinu brautina núna fyrir helgi.“

-Vikudagur, 14. janúar

Nýjast