Slá KA-menn Grindvíkinga aftur út úr keppni?

32-liða úrslit Valitor-bikar karla í knattspyrnu hefjast í kvöld með ellefu leikjum. Í Boganum tekur KA á móti úrvalsdeildarliði Grindavíkur kl. 19:15. Liðin mættust einnig í bikarnum í fyrra, þá í 16-liða úrslitum, og þar sló KA Grindavík úr keppni á útivelli eftir vítaspyrnukeppni. Haukur Heiðar Hauksson, fyrirliði KA, segir það spennandi verkefni að kljást við Grindavík að nýju.

„Það verður bara gaman að mæta Grindvíkingum á heimavelli. Við unnum þá á útivelli í fyrra þannig að við eigum fína möguleika á heimavelli. Þetta verður örugglega hörkuleikur,” segir Haukur Heiðar í samtali við Vikudag.

Nýjast