Skýrsla um uppbyggingu í Hlíðarfjalli væntanleg í mars

Ákvörðun um hvort ráðist verði í uppbyggingu í Hlíðarfjalli mun liggja fyrir um miðjan næsta mánuð. …
Ákvörðun um hvort ráðist verði í uppbyggingu í Hlíðarfjalli mun liggja fyrir um miðjan næsta mánuð. Mynd/Þröstur Ernir.

Skýrsla stýrihóps á vegum félagsins Hlíðarhryggs ehf. um uppbyggingu í Hlíðarfjalli verður kynnt um miðjan mars og í framhaldi verður tekin ákvörðum hvort ráðist verður í uppbyggingu eður ei. Undanfarna mánuði hefur verið farið í ítarlega og nauðsynlega greiningarvinnu á ástandi svæðisins, húsaog tækjakosti þess ásamt greiningu á rekstarforsendum og hugsanlegri fjármögnun.

Félagið Hlíðarhryggur ehf. var formlega stofnað fyrir áramót en að félaginu standa Sannir Landvættir, Íslensk Verðbréf, Yrki Arkitektar,
Akureyrarbær, Verkís og Umsýslufé­lagið Verðandi. Félagið leitast við uppbyggingu í Hlíðarfjalli með möguleika til útivistar og afþreyingar allt árið um kring.

Arnór Þórir Sigfússon, framkvæmdastjóri Sannra Landvætta, segir undirbúningsvinnuna hafi gengið ágætlega. „Við höfum verið að skoða
ástandið á svæðinu, lagnir, tæki og tól og fleira. Einnig höfum við fundað með þeim aðilum sem eru við svæðið eins og Bílaklúbb Akureyrar og hestamenn,“ segir Arnór. Greiningin mun væntanlega liggja fyrir um miðjan mars með grófum rekstrar forsendum.

„Þá kemur í ljós hvort af verður eða ekki. En ég hef þó trú á því að verkefnið muni halda áfram en við gáfum okkur það að þessi skýrsla yrði vendipunkturinn,“ segir Arnór. Tillaga hópsins byggir á að taka allt Hlíðarfjallssvæðið í sína umsjá næstu 35­40 árin, byggja það upp, markaðssetja það og reka með hagsmuni sem flestra að leiðarljósi.

Arnór segir að verði tekin ákvörðun um að halda áfram séu næstu skref að fara í frekari hönnun og finna áhugasama fjárfesta.

Nýjast