Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit sameinast

Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna en kosið var um hana á laugardag.

Í Þingeyjarsveit fóru kosningar þannig:
 
Á kjörskrá voru 659 og 439 greiddu atkvæði eða 66,6%. Já sögðu 286 eða 65,2% og nei sögðu 146 eða 33,3%, auðir og ógildir voru 7.
 
Í Skútustaðahreppi fóru kosningar þannig:
 
Á kjörskrá voru 308 og 235 greiddu atkvæði eða 76,3%. Já sögðu 159 eða 67,7% og nei sögðu 71 eða 30,2%, auðir og ógildir voru 5.

Nýjast