Skútur losnuðu við flotbryggjuna við Menningarhúsið Hof

Súlur - björgunarsveitin á Akureyri var kölluð út skömmu eftir kl. 16.00 í dag en skútur er liggja við flotbryggjuna við menningarhúsið Hof, losnuðu og skemmdu millibryggjur illa. Mikið hefur bætt í vind á Akureyri undanfarnar klukkustundir og voru10 björgunarsveitamenn, hafnarstarfsmenn og eigendur skútanna að reyna að bjarga málum.

Búið var að ná einni skútu frá og verið að reyna verja hinar þrjár eða ná þeim frá höfninni en aðstæður voru nokkuð erfiðar.

Nýjast