Skuggamyndir frá Býsans á Heitum fimmtudegi
Á sjöunda Heitum Fimmtudegi þann 11. ágúst verður magadanstónlist frá Makedóníu í fókus í Deiglunni. Sveitin
Skuggamyndir frá Býsans stendur fyrir stuðinu en tónleikarnir hefjast kl. 21:30.
Það eru þeir Ásgeir Ásgeirsson á tambouragítar, Haukur Gröndal á klarinett, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur sem leika í þessu bráðskemmtilega bandi. Sveiflan er að þessu sinni byggð makedónískum þjóðlögum undir sterkum áhrifum frá Tyrklandi. Þetta er dansvæn tónlist oft kennd við magadans. Sveitin mun gefa út plötu með þessari efnisskrá á árinu. Aðgöngumiðar í Deigluna verða seldir við innganginn, og er almennt miðaverð kr. 2.000, og 1.000 kr. fyrir félaga í Jazzklúbbi Akureyrar. Áskriftarkort gilda.