Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar í nýtt húsnæði

Eyjafjarðarsveit hefur flutt sveitarskrifstofu sína frá Syðra-Laugalandi í húsnæði að Skólatröð 9, áður heimavist Hrafnagilsskóla. Umfangsmiklar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar á nýja skrifstofuhúsnæðinu í kjölfar útboðs sl. vetur. Það var fyrirtækið B. Hreiðarsson ehf. sem átti lægsta tilboð í verkið, tæpar 15 milljónir króna, sem var um 70% af kostnaðaráætlun, en hún hljóðaði upp á rúmar 21,3 milljónir króna.

Samhliða flutningnum hefur skrifstofa Eyjafjarðarsveitar fengið nýtt símanúmer, sem er
463 0600, en netfangið er óbreytt, esveit@esveit.is.

Nýjast