Skrifstofa Akureyrarkaupstaðar til Hríseyjar
Í vikunni munu nokkrir starfsmenn Akureyrarkaupstaðar brydda upp á þeirri nýbreytni að flytja skrifstofu sína tímabundið í Hrísey. Skrifstofa þeirra verður í Hlein frá og með mánudagi og fram á fimmtudag. Starfsmennirnir munu stoppa mislengi í Hrísey, sumir frá mánudegi og fram á fimmtudag en aðrir aðeins einn dag. Fólkið mun sinna sínum hefðbundnu verkefnum en á öðrum stað í sveitarfélaginu en venjulega.
Meðal þeirra starfsmanna sem dvelja munu í eyjunni eru Katrín Björg aðstoðarmaður bæjarstjóra, Albertína Friðbjörg verkefnastjóri atvinnumála, María Helena verkefnisstjóri ferðamála og Hanna Rósa frá Minjasafninu. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kemur einnig út í eyju og verður með skrifstofu sína í Hrísey á þriðjudagsmorgun. Velkomið er að panta viðtalstíma hjá bæjarstjóra á þriðjudagsmorgun með því að senda tölvupóst á thjonustuanddyri@akureyri.is