Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Becromal í hádeginu í dag. Samningurinn nær til starfsmanna sem eru í Einingu-Iðju og skrifaði formaður félagsins ásamt starfsmönnum Becromal sem valdir voru í samninganefnd undir hann. Samningurinn var kynntur starfsmönnum fyrirtækisins á tveimur fundum í dag og verða greidd atkvæði um hann í póstkosningu. Kosningin mun standa yfir til mánudagsins 2. apríl og því verða atkvæði talin 3. apríl. Þetta kemur fram á vef Einingar-Iðju.