Skrifað undir kjarasamninga við Slippinn Akureyri
Skrifað var undir kjarasamning milli Einingar-Iðju og Slippsins Akureyri ehf. í gær. Um er að ræða viðauka og frávik frá almennum kjarasamningi SGS og SA vegna starfa verkamanna hjá Slippnum. Að lokinni undirskrift var haldinn starfsmannafundur þar sem samningurinn var kynntur og þar strax á eftir var haldinn kjörfundur.
Kjörfundi verður framhaldið í dag en hægt verður að kjósa um samninginn á milli kl. 12 og 13 í kaffistofu starfsmanna Slippsins. Á sama tíma var einnig skrifað undir kjarasamning milli Slippsins annars vegar og Fagfélagsins og Félags málmiðnaðarmanna Akureyri hinsvegar fyrir iðnaðarmenn sem starfa hjá Slippnum. Þetta kemur fram á vef Einingar-Iðju.