Sköruðu framúr í upplestrarkeppninni

Frá vinstri er Salka Sverrisdóttir Naustaskóla, Arnfríður Kría Jóhannsdóttir Brekkuskóla og Sara Mjö…
Frá vinstri er Salka Sverrisdóttir Naustaskóla, Arnfríður Kría Jóhannsdóttir Brekkuskóla og Sara Mjöll Jóhannsdóttir Lundarskóla.

Stóra upplestrarkeppnin fram í  Menntaskólanum á Akureyri í 18. sinn á dögunum  en nemendur 7. bekkja grunnskóla bæjarins taka þátt í keppninni ár hvert. Áður hafa skólarnir haldið forkeppni og valið tvo fulltrúa sína, auk varamanns. Að þessu sinni voru skáld keppninnar þau Sigrún Eldjárn og Ólafur Jóhann Sigurðsson.

Þátttakendur fluttu því brot úr bók Sigrúnar, Strokubörnin á Skuggaskeri og ljóð eftir Ólaf Jóhann, auk þess sem hver flytjandi valdi sér ljóð til flutnings. Salka Sverrisdóttir úr Naustaskóla varð í fyrsta sæti, Sara Mjöll Jóhannsdóttir úr Lundarskóla varð önnur og Arnfríður Kría Jóhannsdóttir úr Brekkuskóla  í þriðja sæti. Ómissandi þáttur þessarar stundar er tónlistarflutningur nemenda Tónlistarskólans á Akureyri en samspilshópur úr skólanum lék m.a. stef úr Stjörnustríði eftir John Williams.

„Ástæða er til að þakka öllum upplesurum, tónlistarflytjendum og kennurum þeirra fyrir frábæran undirbúning og æfingar sem skiluðu sér í vönduðum og góðum flutningi fyrir fullum sali áhorfenda,“ segir í tilkynningu.


Nýjast