Skortur á rafvirkjum hægir á þéttingu hleðslustöðvanets

Mynd af hleðslustöðvum tekin af kortasjá Orkustofnunar
Mynd af hleðslustöðvum tekin af kortasjá Orkustofnunar

Á mánudag sl. lauk framlengdum fresti Orkusjóðs til umsókna fyrir styrki til kaupa á, og uppsetningu hleðslustöðva fyrir samgöngur.  Mikill skortur er á slíkum stöðvum fyrir almenning á Norðurlandi eystra, einkum austan Vaðlaheiðar.   Styrkurinn getur að hámarki verið fyrir 33% kostnaðar sem er lækkun frá fyrra ári þegar hann var 50%. 

Á vef SSNE kemur fram að nokkrar umsóknir hafi verið sendar inn af starfssvæði samtakanna og að vonir standi til að net hleðslustöðvanna verði þéttara á svæðinu, fyrr en síðar. 

„Búið er að panta stöðvar til að setja upp á bæði Kópaskeri og Raufarhöfn og eins bíða stöðvar á Bakkafirði og Þórshöfn uppsetningar en tilfinnanlegur skortur er á rafvirkjum á svæðinu frá Húsavík til Vopnafjarðar.  Atvinnutækifærin leynast víða!  Ljóst er að eftirspurn eftir aðgengi að hleðslustöðvum mun margfaldast á næstu árum eftir því sem orkuskipti verða í bílaflota landans, sem og bílaleiganna,“ segir á vef SSNE.  

 


Athugasemdir

Nýjast