Fólk vantar til starfa á Grenivík og einnig er skortur á húsnæði í sveitarfélaginu. Störf hafa verið auglýst á heimasíðu bæjarins í vetur en fáar umsóknir hafa borist. Þá er verið að auglýsa eftir byggingarvertaka í forvali til að byggja leiguíbúðir en sveitarfélagið hyggst reisa fjórar litlar íbúðir til að bregðast við húsnæðisvandanum. Lengri frétt um málið má nálgast í prentúgáfu Vikudags.