Skora á Samherja að hætta við lokun Reykfisks

Húsnæði Reykfisks á Húsavík. mynd: Framsýn.is
Húsnæði Reykfisks á Húsavík. mynd: Framsýn.is

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar samþykkti á fundi sínum að skora á stjórnendur Samherja að falla frá því að hætta rekstri Reykfisks á Húsavík eins og fyrirhugað er 1. maí næstkomandi. Um sé að ræða mikilvægan vinnustað á Húsavík sem veitt hafi um 20 starfsmönnum atvinnu við almenn fiskvinnslustörf.

„Í ljósi þess að kvótastaða Samherja er einstaklega góð ætti ekki að vera erfitt fyrir fyrirtækið að mæta tímabundum sveiflum í markaðs- og gengismálum með því að halda starfseminni áfram gangandi á Húsavík,“ segir í tilkynningu á vef Framsýnar.

Þá kemur fram að verði niðurstaðan sú að fyrirtækið hætti endanlega starfsemi 1. maí verði það verulegur skellur fyrir starfsfólkið og samfélagið á Húsavík enda sé um verðmæt störf að ræða.

Nýjast