Skora á Alþingismenn að samþykkja ekki áfengisfrumvarp

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar hefur skorað á alþingismenn að samþykkja ekki frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. RÚV segir frá þessu.

Félagið telur frumvarpið fela í sér aukið aðgengi að áfengi og að tilraunastarfsemi af slíku tagi sé óþörf en rannsóknir sýni að slíkt muni auka áfengisneyslu með óhjákvæmilegu heilsutjóni og kostnaði.

Nýjast