Skólanefnd samþykkir 2ja vikna sumarlokun á leikskólum

Skólanefnd Akureyrar samþykkti á fundi sínum nýlega tillögu um 2ja vikna sumarlokun sumarið 2009 og felur leikskólastjórum að auglýsa hana. Þá felur skólanefnd leikskólafulltrúa og leikskólastjórum að standa fyrir fundum með foreldrum um sumarlokanir og fyrirkomulag þeirra.  

Á fundi sínum þann 15. desember 2008 fól skólanefnd fræðslustjóra að leggja könnun fyrir foreldra í leikskólum sem byggir á sama grunni og könnun sem gerð var árið 2003. Niðurstöður úr könnuninni liggja fyrir og kemur þar fram að 67% foreldra vilja enga sumarlokun eða tveggja vikna sumarlokun í sumar. Fyrir fundi skólanefndar lágu tillögur að útfærslu á sumarlokunum í 2 vikur, 3 vikur og 4 vikur en niðurstaðan varð 2ja vikna sumarlokum.

Nýjast