Skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík lætur af störfum
Dóra Ármannsdóttir skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík hefur beðist lausnar frá embætti. Dóra hefur gengt embættinu síðan 2012, en áður kenndi hún íslensku við skólann frá árinu 1992. Hún hefur auk BA gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands, Dipl. Ed. og M.Ed. í menntunarfræði með áherslu á stjórnun frá Háskólanum á Akureyri.
„Ég er búin að vera hér í 24 ár og finn í hjarta mínu að ég þarf að fara gera eitthvað annað,“ sagði Dóra í samtali við dagskrána.is