Akureyrarbær hefur nú úthlutað félaginu landsvæði fyrir akstursíþróttasvæði og ökugerði og er gert ráð fyrir því að fyrsti hluti þess verði kominn í rekstrarhæft form að ári liðnu. Þetta mun verða fyrsta svæði sinnar tegundar á landinu og verður algjör bylting fyrir starfssemi akstursíþrótta hér á landi. Á morgun, fimmtudaginn 28. maí kl. 13.00, fer fram skóflustunga á landsvæði félagsins ofan Akureyrar og þar með hefjast langþráðar framkvæmdir formlega. Um skóflustunguna sjá Kristján Möller samgönguráðherra, Hermann Jón Tómasson bæjarstjórnarmaður og verðandi bæjarstjóri Akureyrar og Kristján Þ. Kristinsson formaður Bílaklúbbs Akureyrar. Að formlegri athöfn lokinni er öllum viðstöddum boðið í félagsheimilið BA að Frostagötu 6b til þess að fagna þessum áfanga með félagsmönnum og að þiggja léttar veitingar.