Skoðunarmenn gúmmíbjörgunarbáta á námskeiði

Stefán Rögnvaldsson starfsmaður Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands að teygir sig til lofts í stóra gúmmíb…
Stefán Rögnvaldsson starfsmaður Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands að teygir sig til lofts í stóra gúmmíbjörgunarbátnum.

Námskeið fyrir skoðunarmenn gúmmíbjörgunarbáta á Íslandi var haldið í húsnæði Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands á Akureyri nýlega. Alls mættu 12 skoðunarmenn víðs vegar af landinu á námskeiðið en kennarinn var enskur og kom frá þýska fyrirtækinu DSB. Þetta er í fimmta sinn sem slíkt námskeið er haldið hjá Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands, enda er aðstaðan þar eins og hún gerist best. Námskeiðin eru haldin á þriggja ára fresti var það fyrsta haldið á Akureyri árið 2000. Námskeiðið stóð yfir í fjóra daga og m.a. var blásin upp og skoðaður 50 manna gúmmíbjörgunarbátur, sem er í eigu hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík.

Hjá Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands eru fjórir starfsmenn og auk þess að skoða gúmmíbjörgunarbáta, skoða þeir flotgalla og slöngubáta. Einnig býður fyrirtækið upp á skoðun á áttavitum í skipum og bátum og sleppibúnaði fyrir björgunarbáta.

Nýjast