Skoðanakönnun og íbúafundur um salt eða sand á göturnar

Skiptar skoðanir eru um hvort æskilegra sé að nota meira af sandi eða salti til hálkuvarna.
Skiptar skoðanir eru um hvort æskilegra sé að nota meira af sandi eða salti til hálkuvarna.

Gera á skoðanakönnun meðal íbúa Akureyrar um leiðir til hálkuvarna og halda á íbúafund í kölfarið. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, bókaði tillögu þess efnis sem var samþykkt samhljóða í bæjarráði.

Málið var einnig tekið fyrir í nýrri umhverfis­ og samgöngustefnu Akureyrarbæjar. Þar segir að takmarka eigi notkun malarefna eins og kostur er til
að lágmarka myndun svifryks.  Lengri frétt um þetta mál má lesa í prentútgáfu blaðsins.

Nýjast