Skoða beinar flugferðir til Bretlands á næsta ári

Mikill áhugi er hjá Akureyringum í að fljúga beint til Bretlands. Mynd/Þorgeir Baldursson
Mikill áhugi er hjá Akureyringum í að fljúga beint til Bretlands. Mynd/Þorgeir Baldursson

Til skoðunar er að hefja beint flug til Bretlands frá Akureyri vegna  mikillar eftirspurnar. Eins og Vikudagur hefur fjallað um hefjast beinar flugferðir frá Bretlandi til Akureyrar í vetur í fyrsta sinn og verða minnst tólf flugferðir í janúar, febrúar og mars. Mikil umræða hefur farið af stað í kjölfarið um hvort heimamönnum standi til boða að fara með vélunum út til Bretlands í beinu flugi. Svo er ekki eins og er.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir hins vegar mikið spurt um flugferðir til Bretlands og verið sé að skoða þann möguleika.

„Vonandi gengur það upp en það kemur ekki í ljós strax. Breska ferðaskrifstofan Super Break finnur mikla pressu héðan frá heimamönnum sem hjálpar mikið,“ segir Arnheiður.

Farið yrði þá til einhverja af þeim áfangastöðum sem flogið er frá Bretlandi, en meðal þeirra staða eru London, Newcastle, Liverpool og Leeds.  

Nýjast