Skoða að taka á móti kvótaflóttamönnum

Húsavík.
Húsavík.

Fjölskylduráð Norðurþings skoðar að taka þátt í tilraunaverkefni félagsmálaráðuneytisins um móttöku á flóttafólki. Hróðný Lund félagsmálastjóri Norðurþings sat kynningu ráðuneytisins í desember og upplýsti ráðið um efni kynningarinnar í vikunni.

Hún segir í samtali við Vikublaðið að málið sé á frumstigi og engar ákvarðanir verið teknar en fjölskylduráð leggur til að haldin verði kynning fyrir kjörna fulltrúa, sviðsstjóra, nefndarfólk og annað starfsfólk sveitarfélagsins sem málið varðar og er félagsmálastjóra falið að fá slíka kynningu frá ráðuneytinu.

Hróðný segir að verkefnið snúist um að taka á móti hópi kvótaflóttamanna og að mælt sé með því að sveitarfélög sem taka þátt í verkefninu taki a.m.k. á móti 15 flóttamönnum í senn, þannig geti flóttafólkið haft stuðning hvort af öðru.

-epe


Nýjast