N.k. mánudag, 27. nóvember, fagnar hin gamalgróna fyrirmyndarverslun Skóbúð Húsavíkur 75 ára afmæli. Versluninn hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu og nú starfar þar m.a. fjórði ættliðurinn. Jónas Jónasson skósmiður stofnaði Skóbúð Húsavíkur árið 1942, eftir að hafa starfrækt skósmíðaverkstæði á ýmsum stöðum í bænum um skeið. Þegar Jónas lést í janúar 1970 keyptir Reynir sonur hans verslunina af dánarbúinu.
Skóbúð Húsavíkur var fyrst með aðsetur í Snorrabúð við Garðarsbrautina, milli Öskju og Samkomhúss, en það hús er löngu brunnið og horfið. Á árunum 1955-1972 var Skóbúðin til húsa að Garðarsbraut 12. Reynir kaupir síðan neðri hæðina að Garðarsbraut 13, flytur búðina yfir götuna og þar hefur hún verið allar götur síðan.
Þess má að geta að hinn formlegi afmælisdagur, 27. nóvember, var valinn þar sem þetta er fæðingardagur stofnanda fyrirtækisins, en Jónas Jónasson fæddist 27. nóvember 1895.
Tíðindamaðuir leit inn í Skóbúðina í vikunni og þá var Reynir þar staddur ásamt dóttur sinni Oddfríði Dögg sem hefur alfarið tekið við rekstrinum af föður sínum og fulltrúa fjórðu kynslóðar fjölskyldunnar sem starfar í Skóbúðinni, Birnu Dögg, dóttur Oddfríðar. Í tilefni afmælisins verða sérstök tilboð frá fimmtudegi til mánudags, 20% afsláttur af öllum vörum, og ekki að efa að bæjarbúar og raunar fleiri munu notfæra sér það. Margir gestir sem eiga leið um Húsavík líta reglulega við í Skóbúðinni, ekki síst Reykvíkingar, sem skilja ekki hvernig skór og fleira er ódýrara á Húsavík ení höndlunum borgarinnar.
Reynir, Ía og Birna báðu fréttamann um að koma á framfæri þökkum til viðskiptavina Skúbúðarinar fyrir tryggð og ánægjuleg samskipti síðustu þrjá aldarfjórðunga.
Skóbúð Húsavík er án alls efa eitt virtasta fyrirtæki bæjarins og svo hefur verið um langa hríð. Þarna starfar fyrirmyndarfólk í fyrirmyndarverslun. JS