Skipulagsslýsing vegna Drottningarbrautarreits verði kynnt
Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til við bæjarstjórn að skipulagslýsing vegna deiliskipulags
Drottningarbrautarreits verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.
Edward H. Huijbens V-lista óskaði bókað á fundi skipulagsnefndar: "Við gerð deiliskipulags á þessum reit er nauðsynlegt að horfa til miðbæjarskipulags í heild sinni og er nauðsynlegt að horfa til varanlegra framtíðarlausna fyrir umferðamiðstöð. Núverandi hugmyndir um að setja hana sunnan Austurbrúnar ganga ekki að mati fulltrúa V-lista. Einnig leggur fulltrúi V-lista áherslu á að göngu- og hjólastígur fái skilgreindan sess, sem tengist heildarmynd af gönguleiðum á svæðinu."