Skipulagsnefnd úthlutar svæðum til þriggja íþróttafélaga

Skipulagsnefnd Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni úthluta þremur íþróttafélögum í bænum, tveimur akstursíþróttafélögum og Skotfélaginu, svæði á Glerárdal undir starfsemi sína. Erindi félaganna eru frá því í ágúst á síðasta ári.  

Skipulagsnefnd úthlutaði Bílaklúbbi Akureyrar svæði á neðri hluta Glerárdals sem skilgreint er sem svæði BA í Deiliskipulagi Akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal. Skipulagsnefnd úthlutaði KKA Akstursíþróttafélagi lóð á svæði á Glerárdal sem skilgreint er sem svæði KKA í Deiliskipulagi Akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal. Þá úthlutaði skipulagsnefnd Skotfélagi Akureyrar svæði á Glerárdal sem skilgreint er sem svæði SA í Deiliskipulagi Akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal. Jóhannes Árnason fulltrúi VG í skipulagsnefnd sat hjá við afgreiðslu þessara erinda.

Nýjast