Skipt um gólf í íþróttahúsi KA
Framkvæmdir við endurnýjun gólfs í íþróttahúsi KA eru hafnar. Byrjað var á því í gær að rífa
upp gamla dúkinn af gólfinu og til verksins notaðar stórvirkar vinnuvélar. Lengi hefur staðið til að fara í þessa framkvæmd, enda er
hún löngu tímabær. Skipt verður um gólf í húsinu og einnig um áhorfendabekki.
Nýtt gólf verður sambærilegt við gólfið í nýja íþróttahúsinu við Síðuskóla, dúkur á fjaðrandi gólfi. Gert er ráð fyrir að nýtt gólf verði komið á sinn stað í lok þessa mánaðar og að áhorfendabekkirnir verði uppsettir fyrir lok ágúst. Þetta kemur fram á vef KA.