Skipað í stjórn Flugþróunarsjóðs

Akureyrarflugvöllur. Mynd Ingimar Eydal.
Akureyrarflugvöllur. Mynd Ingimar Eydal.

Ríkisstjórn Íslands samþykkti undir lok síðasta árs að hefja undirbúning að stofnun Flugþróunarsjóðs með það að markmiði að koma á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík. Samþykktin byggir á tillögum nefndar sem forsætisráðherra skipaði um aukna möguleika í millilandaflugi. 

Sjö manna stjórn verður yfir sjóðnum og skipa hana þau Valgerður Rún Benediktsdóttir formaður, Arnheiður Jóhannsdóttir, Benedikt Árnason, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Ingvar Örn Ingvarsson, Jón Karl Ólafsson og Jóna Árný Þórðardóttir. /epe

Nýjast