Skip Samherja með góðan afla

Kaldbakur EA kemur til hafnar á Akureyri. Mynd: Þorgeir Baldursson.
Kaldbakur EA kemur til hafnar á Akureyri. Mynd: Þorgeir Baldursson.

Tvö af skipum Samherja hf. komu til hafnar á Akureyri í gær með góðan afla. Frystitogarinn Snæfell EA kom til hafnar í gærmorgun eftir um 25 daga veiðferð fyrir vestan land. Afli Snæfells var um 520 tonn upp úr sjó, uppistaða aflans var grálúða og karfi og aflaverðmætið um 220 milljónir króna. Þá kom ísfisktogarinn Kalbakur EA til hafnar á Akureyri um miðjan dag í gær, með rúmlega 200 tonn úr norsku lögsögunni, eftir 10 daga veiðiferð. Uppistaða aflans var þorskur, sem fór til vinnslu hjá landvinnslum félagsins á Dalvík og Akureyri. Þetta kemur fram á vef Þorgeirs Baldurssonar, thorgeirbald.123.is.

 

 

Nýjast