Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli opnað í dag

Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli verður opnað í fyrsta skiptið í vetur í dag föstudag, opið verður frá kl. 15:00 til 18:00 og verður frítt á svæðið í dag. Fyrst um sinn verður neðri lyftan opin en það á alveg eftir að vinna efra svæðið. Töluverðan snjó setti í fjallið í vikunni en snjóframleiðslan gerir gæfu muninn og áætlum við að 80% af þeim snjó sem er í brekkunni sé framleiddur. “Þetta segir okkur enn og aftur að illa gengi að halda svæðinu opnu án snjóframleiðsluvéla,” segir Óskar Óskarsson formaður Skíðafélags Dalvíkur.

Á laugardag og sunnudag verður svæðið opið frá 12:00 til 16:00 og þá verður miðasölukerfið, þar með talið hliðið komið í notkun.  Nánari upplýsingar um opnum og æfingar verða settar inn á næstu dögum. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað á morgun laugardag kl. 10.00.

 

Nýjast