Skíðanámskeið fyrir fatlaða í Hlíðarfjalli um helgina

Íþróttasamband fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöð Íslands halda skíðanámskeið fyrir fatlaða í Hlíðarfjalli dagana 13.-15. febrúar nk. í samvinnu við Beth Fox leiðbeinanda frá Kandada. Á morgun föstudag, verður byrjað á að kenna aðstoðarfólki grunnatriði í sambandi við búnað og annað sem tengist skíðamennsku fatlaðra.   

Fatlaðir skíðamenn mæta svo kl. 15 á morgun til að máta búnaðinn. Á laugardag og sunnudag munu fatlaðir einstaklingar fara á skíði, bretti eða í skíðastóla og aðstoðarmenn þeirra fá leiðbeiningar og geta jafnframt æfa sig. „Námskeiðið í fyrra var fullt, þá skráðu sig 12 fatlaðir einstaklingar sem er sami fjöldi og við getum tekið við í ár. Allir sem tóku þátt í fyrra höfðu mikið gagn og gaman af og sennilega komast færri að en vilja í ár," segir Guðný Bachmann einn af aðstandenum námskeiðsins.

Nýjast