SKÍ velur níu til þátttöku á HM unglinga

María Guðmundsdóttir frá Akureyri verður á meðal keppenda á HM.
María Guðmundsdóttir frá Akureyri verður á meðal keppenda á HM.

Skíðasamband Íslands hefur valið níu keppendur til þátttöku á heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Roccaraso á Ítalíu frá 29. febrúar til 9.mars. Skíðasambandið sendir sína bestu og efnilegustu skíðamenn sem fæddir eru árunum 1992 til 1995. Valið er samkvæmt stöðu keppenda á heimslista alþjóða skíðasambandsins.

Keppendur Íslands eru eftirtaldir:

Jakob Helgi Bjarnason | Dalvík
Sturla Snær Snorrason | Reykjavík
Magnús Finnsson | Akureyri
Einar  Kristinn Kristgeirsson | Akureyri
Arnar Geir Ísaksson | Akureyri
María  Guðmundsdóttir | Akureyri
Helga María Vilhjálmsdóttir | Reykjavík
Erla Ásgeirsdóttir | Breiðabliki
Freydís Halla Einarsdóttir | Reykjavík

Nýjast