Skens & skot á götuhorninu

Skens & skot á götuhorninu er nýr liður hér á dagskrain.is. Um er að ræða það besta úr liðnum „Á götuhorninu“ úr Vikudegi vikunnar og liðnum „Skens & skot“ úr Skarpi vikunnar.

Hrunið góða, grænt og hlýtt??  

Hjálmar Freysteinsson varð dálítið forviða eins og fleiri þegar hann las fréttir um að hagspekingar hefðu nýverið reiknað út að ríkissjóður hafi grætt tugi eða hundruð milljarða á svokölluðu hruni. „Allur niðurskurðurinn á velferðarkerfinu var á misskilningi byggður. Til að hægt verði að bæta kjör aldraðra og öryrkja sem lifa undir fátæktarmörkum og bjóða öllum aðgang að heilbrigðis­ þjónustu á viðráðanlegu verði, væri líklega ráð að endurtaka hrunið. Það er varla flókið. Bara láta Seðlabankann lána einhverjum ólöfum eða björgólfum nógu mikla peninga sem þeir svo fela á Tortóla, Seðlabankinn fer á hausinn og ríkissjóður græðir. Stórmerkileg fræðigrein hagfræðin!!“ Reit Hjálmar og kvað:

Enn er ríkið illa sett,
enn er vælt og stunið.
Ætli væri ekki rétt
að endurtaka hrunið?

Skarpur, 9. júní

Dalbær rýnir í veðurfarið í júní 

Veðurklúbburinn á Dalbæ hefur sent frá sér veðurspá fyrir júnímánuð og farið yfir spádóm síðasta mánaðar. „Við athugun á  veðurspá og veðurfarssögu síðasta mánaðar voru klúbbfé­ lagar almennt þeirrar skoðunar að spá­ in hefði verið þó nokkuð nákvæm þó svo að veðurhvellurinn væri örlítið minni en reiknað var með.  Frávik voru þó fyllilega innan skekkjumarka. Nýtt tungl kviknaði sunnudaginn 5. júní í norðri kl. 03:00. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri og verið hefur. Heldur minna sólfar og ekki verulegur lofthiti.  Ótímabært er að segja fyrir um berjasprettu sumarsins, en það verður tekið fyrir síðar,“ segir veðurklúbburinn og enda þetta á vísu: Í júní sest ei sólin, þá brosir blómafjöld. Í júlí baggi er bundinn og borðuð töðugjöld.

Vikudagur, 9. júní 

Nýjast