Skens & skot á götuhorninu

Skens & skot á götuhorninu er nýr liður hér á dagskrain.is. Um er að ræða það besta úr liðnum „Á götuhorninu“ úr Vikudegi vikunnar og liðnum „Skens & skot“ úr Skarpi vikunnar.

Skortur á Akureyringum á Akureyri?

Byrjunarlið KA, sem sé Knattspyrnufélags Akureyrar í meistaraflokki karla, var á dögunum skipað fimm erlendum leikmönnum, þremur Húsvíkingum og einum Hafnfirðingi, eða níu utanbæjarmönnum. Og auðvitað spurning hvort þeir tveir sem þá voru eftir, eru Akureyringar.

Hvað er eiginlega að gerast á Akureyri? Hefur Akureyringum fækkað svona gríðarlega? Eða eru allir Akureyringar sem eitthvað geta kannski bara í Þór??

Það er greinilega af sem áður var þegar til dæmis 30% íslenska landsliðsinsnvar skipað infæddum Akureyringum. Það skal að vísu tekið fram að það var landsliðið sem tapaði 14 – 2 gegn Dönum. /js.

Nýbyggingar við SAk á sama tíma og nýr Landspítali

Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi á Akureyri var tíðrætt um ársfund Sjúkrahússins á Akureyri á Facebooksíðu sinni. Hann vakti athygli á nýbyggingu legudeilda við sjúkrahúsið og hversu brýnt það væri að hafist verði handa við þá framkvæmd ekki seinna en um leið og framkvæmdir við nýjan Landspítala hefjast. „Það er mikilvægt svo SAk haldi stöðu sinni og geti þróað þjónustu sína í samræmi við nútímakröfur og ekki síst til að mæta þeim áskorunum sem felast í alþjóðlegu vottuninni sem unnið er að. Þetta skiptir okkur Akureyringa máli þar sem SAk er einn af stærstu vinnustöðum bæjarins og mikilvægur fyrir búsetuöryggi á Norðurlandi öllu,“ skrifaði Gunnar við góðar undirtektir.

Mannslíf gangi fyrir nýjum jarðgöngum

Meðal þeirra sem tóku undir orð Gunnars var Jóhannes Gunnar Bjarnason, Hollvinur SAk með meiru og fyrrum bæjarfulltrúi. „Legudeildir SAk eru barn síns tíma og úreltar. Með tilliti til sýkingarhættu og annara umönnunarlegra þátta er ekki hægt að bjóða upp á sjúkrastofur þar sem þrír til fjórir sjúklingar eru saman á stofu. Vil hvetja þingmenn kjördæmisins til dáða og vera ekki að velta fyrir sér öðrum Siglufjarðargöngum fyrr en þessi lífsnauðsynlega framkvæmd er í höfn,“ skrifaði Jói Bjarna. / þev.

Nýjast