Hjalti Jón Sveinsson sat hjá við afgreiðslu en Elín Margrét Hallgrímsdóttir greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni. Gert er ráð fyrir því að boðið verði upp á strætisvagnaferðir heim strax að skemmtunum loknum líkt og verið hefur.
Elín Margrét lagði fram eftirfarandi bókun á fundi bæjarráðs: "Ég tel ekki ástæðu til að lengja opnunartíma
skemmtistaða frá því sem nú er eða til kl. 04 að nóttu, einnig tel ég að unglingadansleikjum ætti að ljúka fyrr en kl. 03
að nóttu þegar líklegt er að skemmtanahald standi sem hæst í bænum."