25. september, 2013 - 14:17
Fréttir
Óboðnir gestir á mótorhjólum skemmdu þriðju flötina á Jaðarsvelli á Akureyri í gærkvöldi. Völlurinn er í eigu Golfklúbbs Akureyrar. Talsmenn GA segja að skemmdirnar séu talsverðar og nokkurn tíma taki að laga þær. Málið hefur verið kært til lögreglunnar.