Skemmdir unnar á búningsklefa í nýju Þórsstúkunni

Starfsmönnum Íþróttafélagsins Þórs var heldur brugðið þegar þeir sáu að skemmdir höfðu verið unnar á einum búningsklefanum í nýju stúkunni. Um er að ræða annan búningsklefann sem ætlaður er fyrir gestaliðin. Sigfús Ólafur Helgason formaður og framkvæmdastjóri Þórs sagði í samtali við heimasíðu Þórs að hann væri miklu frekar dapur en reiður.

,,Þetta er óneitanlega mjög sorglegt það er ekki nema rétt vika síðan þessi glæsilega bygging var tekin í notkun og strax búið að vinna skemmdir á mannvirkinu. Ég er mikið frekar dapur en reiður við að sjá þetta. Hér er greinilega ekki um neitt óhapp að ræða. Mér sýnist að hér hafi verið notuð áhöld til þess að vinna þessar skemmdir. Ég skora á þann sem þetta gerði að hafa strax samband við mig og þá leysum við þetta í mesta bróðerni að öðrum kosti mun ég fylgja þessu eftir af fullri hörku við að hafa uppá þeim sem þetta gerðu það er alveg ljóst. En best er fyrir alla að loka þessu máli á friðsaman hátt" sagði Sigfús á heimasíðu félagsins.

Nýjast