Skemmd á stofnlögn að efra Gerðahverfi mun meiri en áætlað var

Skemmd á stofnlögn hitaveitu að efra Gerðahverfi á Akureyri, sem sagt var frá í fréttum í gær, var mun meiri en áætlað var í fyrstu. Var því tekin ákvörðun um að gera við lögnina til bráðabirgða í gær en halda viðgerðum áfram í dag. Verkið hefur verið undirbúið með það fyrir augum að taka þurfi vatnið af í sem skemmstan tíma. Vatnið verður tekið af núna um hádegisbilið og vonir standa til að hægt verði að hleypa því á aftur síðdegis í dag og eigi síðan en fyrir köldmatinn.  

Viðskiptavinum er áfram bent á að gæta vel að því að allir kranar séu lokaðir þegar vatn kemur á aftur eftir lokunina á morgun.  Eins er viðskiptavinum bent á að huga að hitakerfum sínum, dælum á gólfhitalögnum, varmaskiptum og öðrum slíkum búnaði.  Jafnframt er mjög gott að lofttæma ofnakerfi eftir að vatnið er komið á.  Hafi viðskiptavinir ekki þekkingu á búnaði sínum er nauðsynlegt að hafa samband við píplagningameistara til þess að huga að kerfinu og búnaði þess, segir í tilkynningu frá Norðurorku. 

Nýjast