Efling hefur samþykkt undanþágu frá verkfalli bílstjóra i félaginu og því er dreifing á flugvélaeldsneyti frá Helguvík með venjulegum hætti, þetta staðfesti Hreggviður Heiðberg hjá Skeljungi Akureyri í samtali við vefinn nú í morgun. Það þarf því ekki að ótttast að flug um Akureyrarflugvöll eða Húsavíkurflugvöll í Aðaldalshrauni leggist af vegna verkfalls bílstjóra í Eflingu.
Áður en undanþága var veitt stefndi i óefni með eldsneytið á Akureyrarflugvelli því birgðir eru einungis til fjögurra daga í tönkum á flugvellinum eins og Njáll Trausti Friðbertsson vakti athygli á í færslu á Facebook s.l. þriðjudag og vikubladid.is sagði þá frá.