Skarpur því miður veðurtepptur í dag

Þessi skemmtilega mynd er í Skarpi í dag. Kempan Stefán Sigtryggsson tekur hraustlega í nefið á meðan hann bíður þolinmóður eftir veðurtepptum Skarpi. Mynd: Svafar Gestsson.
Vegna veðurs og ófærðar tekst ekki að koma héraðsfréttablaðinu Skarpi til áskrifenda á Húsavík og í Þingeyjarsýslu í dag og eru þeir beðnir velvirðingar á því. En því miður, við ráðum hvorki veðrum, vindum, né úrkomu.
Gerð verður önnur tilraun til dreifingar á morgun, föstudag, þegar gert er ráð fyrir að veðrið verði skaplegra, eða kannski öllu heldur Skarplegra. JS