Skarpur kemur út í dag

Í Skarpi sem kemur út í dag er ítarlegt viðtal við kempuna Vilhjálm Pálsson. Hann var einn af 18 stofnendum Björgunarsveitarinnar Garðars og gegndi formennsku í sveitinni fyrstu 23 árin. Villi Páls fer vel yfir aðdragandann að stofnun sveitarinnar, rekur söguna og segir frá tæknibreytingum. Og auðvitað kemur hann með skemmtilegar sögur úr starfinu eins og honum einum er lagið.

Það er sitthvað fleira í blaðinu í dag, og meðal annars kynntir til sögunnar nokkrir nýjir liðir.

- Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings útskýrir hvernig gekk að mynda nýjan meirihluta og segir frá helstu áherslum á komandi kjörtímabili.
- Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti Framsóknarflokks & félagshyggju segir sína skoðun á meirihlutaviðræðunum í stuttu spjalli við blaðamann Skarps.
- Atvinnulífið er nýr liður í Skarpi. Í sumar ætlar blaðið að skyggnast inn í atvinnulíf Þingeyinga og í dag hefst sú umfjöllun. Spjallað er við ungan Letta sem býr í Borgarhóli og hannar húsgögn undir merkjum Railis Design. Nýverið hlaut hann virtustu verðlaun í hönnunarheiminu fyrir borðstofuskenk sem hann hannaði.
- Næstu vikurnar ætlar Skarpur að hvíla sig á Þingeyingi í þaula og kynnir þess í stað Völsung vikunnar. Fyrsti Völsungur vikunnar er Karólína Pálsdóttir sem leikur með Völsungi í 2. deild kvenna.
- Enn einn nýji liðurinn heitir Matarkistan. Vel valdir matgæðingar stríða bragðlaukum lesenda með gómsætum uppskriftum og frásögnum af mat. Fyrsti matgæðingurinn heitir Agnes, frá Kanada og er grænkeri.
- Þá er á baksíðu skemmtilegt viðtal við listakonuna frá Kaldbak, Hörpu Fönn Sigujónsdóttir en hún hlaut nýverið tilnefningu til Grímuverðlauna fyrir tónlist sína í leikverkinu Í samhengi við störnurnar. Nýjasta verkefni Hörpu snýr að því að virkja fólk á landsbyggðinni til skapandi skrifa.

Þetta og meira til í Skarpi vikunnar. Sækja má um áskrift hér eða með því að hringja í 464-2000 eða 460-0750. Einnig má senda tölvupóst á skarpur@skarpur.is

Forsíða Skarps 23. tbl.


Athugasemdir

Nýjast