Skarpur kemur út í dag

Þetta er síðasta tölublaðið undir ritstjórn afleysingaritstjórans Egils og er troðfullt af skemmtilegu efni.

- Jóhann Máni Jóhannsson er einn fremsti kvikmyndatökumaður á Íslandi. Hann hefur gert tónlistarmyndbönd, auglýsingar. Hann hefur einnig tekið upp Spaugstofuna og Áramótaskaup sjónvarpsins. Hann tók þátt í því að koma SkjáEinum á laggirnar og vann þar í rúm fimm ár. Skemmtilegast finnst honum þó að taka upp samfellda sögu – eins og leikna þætti og bíómyndir. Jóhann Máni er í ítarlegu opnuviðtali í Skarpi dagsins.

- Þekktir einstaklingar úr kvikmynda og sjónvarpsbransanum segja álit sitt á Jóhanni Mána.

- Hestamannafélagið Grani á Húsavík átti þrjá glæsilega fulltrúa á Landsmóti hestamanna sem fór fram á Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní - 3. júlí, einn í barnaflokki og tvo í unglingaflokki. Fjallað er um glæsilegan árangur þeirra.

- Fjallað er um fyrirætlanir PCC Seaview Residences ehf. um að byggja íbúðir í Holtahverfi á Húsavík.

- Jónas Halldór Friðriksson er hættur sem framkvæmdastjóri Völsungs. Hann ræddi við Skarp um þau ár sem hann starfaði fyrir félagið.

- Þetta og margt fleira í Skarpi vikunnar. Áskriftarsíminn er 460- 0740. Einnig er hægt senda póst á skarpur@skarpur.is 

- Skarpur, 7. júlí.

 

 

Nýjast