Skarpur kemur út í dag
Blaðið í dag er stútfullt af allskonar:
- Dóra Ármannsdóttir hefur starfað við Framhaldsskólann á Húsavík (FSH) frá árinu 1992. Framan af kenndi hún íslensku og bókmenntir en haustið 2012 skipti hún um hlutverk og tók við embætti skólameistara FSH. Dóra hefur nú beðist lausnar frá embætti og lætur af störfum í sumar. Hún lítur yfir farinn veg og segir frá ferlinum, áhugamálunum og hvað tekur við í hennar lífi. Dóra er í ítarlegu opnuviðtali.
- Aðalsteinn Á. Baldursson eða Kúti, formaður Framsýnar og Leedsari segir frá öflugu vinnustaðaeftirliti, nokkrum skemmdum eplum og alvarlegu máli sem komið er á borð lögreglunnar.
- Heil opna af menningu
- Stína og Kjartan gefa Skógarbrekku góðar gjafir
Þetta og margt fleira í Skarpi í dag.
Áskriftarsíminn er 460- 0740 og 843 6583. Einnig er hægt senda póst á skarpur@skarpur.is eða egill@still.is
- Skarpur, 30. júní.