Skarpur kemur út í dag
Skarpur kemur út í dag og er stútfullur af fréttum, viðtölum og mannlífi.
- Sigurveig Gunnarsdóttir er aðeins 22. ára en hefur þegar gefið út bók og á laugardag útskrifast hún með BS gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands. Þegar hún var að vinna að lokaverkefni sínu fann hún 13 þúsund ára gamalt hvalbein í setlögum í Húsavík eystri en hún hélt erindi á alþjóðlegri hvalaráðstefnu á Húsavík (Norðurþingi) á þriðjudag um niðurstöður lokaritgerðar sinnar. Sigurveig er í ítarlegu og einlægu viðtali á blaðopnu þar sem hún ræðir jarðfræði, hvalbeinið, áhrifavalda, hesta, útilegur og margt fleira.
- EM – dagbók Pedda er á sínum stað, en hann lýsir mikilli dramatík á áhorfendapöllunum í Marseille þegar íslenska landsliðið lék gegn Ungverjum. Hann var mjög hás þegar Skarpur sló á þráðinn.
- Greining á íbúðaþörf Húsavíkur var kynnt á sérstökum íbúafundi í síðustu viku. Skarpur rýnir í málið og ræðir við Snæbjörn Sigurðarson verkefnisstjóra Norðurþings.
- Sigurjón Jóhannesson skrifar um hið sögufræga hús Sel að Ásgarðsvegi 1. sem í sumar fékk nýtt líf sem sjarmerandi veitingastaður.
- Fyrsta laxi sumarsins í Laxá í Aðaldal hefur verið landað.
- Guðni Bragason Mærukóngur, tónlistamaður, kennari og plötuútgefandi er í ítarlegu viðtali á baksíðu.
Þetta og margt fleira í blaði vikunnar. Áskriftarsíminn er 460- 0740 og 843 6583. Einnig er hægt senda póst á skarpur@skarpur.is eða egill@still.is
- Skarpur, 23. júní.