Skarpur kemur því miður ekki út í dag

Skarpur lætur á sér standa í dag, því miður.
Skarpur lætur á sér standa í dag, því miður.

Því miður verðum við að tilkynna að héraðsfréttablaðið Skarpur kemur ekki út í dag eins og það gerir venjulega á fimmtudögum. Ástæða þessa er bilun sem upp kom í prentsmiðjunni.

Ekki er alveg ljóst á þessari stundu hvenær blaðinu verður dreift, en það verður gert við fyrsta tækifæri. Áskrifendur eru að sjálfsögðu beðnir velvirðingar á þessari seinkun útgáfunnar. JS

Nýjast