Skarpur er kominn út í dag

Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti þessu unga fólki verðlaun á Könnunarhátíðinni á Húsavík. Meira…
Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti þessu unga fólki verðlaun á Könnunarhátíðinni á Húsavík. Meira um það Skarpi í dag.

Skarpur er kominn út að  venju á fimmtudegi. Blaðið ber þess nokkur merki að kosningar fara í hönd. Meðal annars má þar lesa gagnmerkar greinar eftir frambjóðendur sem eiga sæti á listum sem merktir eru bókstöfunum D, R og S.

Ítarlega er fjallað í máli og myndum Könnunarhátíðina sem Könnunarsögusafnið stóð fyrir á Húsavík um síðustu helgi. Greint er frá nýútgefnu framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps vegna Kröflulínu 4. Burðarplastpokamálefni Norðurþings koma við sögu. Og fleiri aðskiljanleg  fyrirbæri  á borð við erni, hænur, októberrósir, logn við Ljósavatn, efnisnámumat, Konur í tónlist, Sel Hótel Mývatn, Skokkapilta á Fjöllum, bergrisa með kíki og margt fleira.  JS

 

Nýjast