Skarpur er kominn út í dag

Sæborgin snýr heim til Húsavíkur og siglir hér inn í höfnina. Mynd: Heiðar Kristjáns.
Sæborgin snýr heim til Húsavíkur og siglir hér inn í höfnina. Mynd: Heiðar Kristjáns.

Skarpur er kominn út í sólarblíðuna á Norðurlandi. Í blaðinu er viðtal við Guðlaug Arason myndlistarmann og rithöfund, sem er að opna sýningu á Húsavík í dag. Greint er frá heimkomu eðalfleysins Sæborgarinnar til Húsavíkur. Fjallað um List án landamæra. Rætt við fyrrum Húsvíking sem er nefndur í Panamaskjölunum. Sagt frá ágætum rekstrarhagnaði Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Spjallað við tengdamæðgur í Prjónakofanum. Umfjöllun er um Harmonikudaginn á Breiðumýri. Og við sögu koma einnig Kasper og Kúti, forrit fyrir Dorrit, græðgisvæðing, McDonalds, Kvenfélagasambandið, Mývatn, árið 1916 og Marxmaóistískir beljufeministar. JS

Nýjast