Skarpur er kominn út
Skarpur er kominn út og er á leið til áskrifenda og í verslanir á Húsavík.
Í blaðinu í dag er ítarlegt opnuviðtal við Agnesi Árnadóttur. Hún er náttúrubarn af guðs náð og dreymir um að sigla í kringum hnöttinn. Hún segir frá starfi sínu sem pólitískur ráðgjafi fyrir Bellona í Noregi sem er stór umhverfisstofnun með starfsstöðvar í nokkrum löndum. Þá segir hún frá þátttöku sinni í pólitík og möguleikum á þingsetu í Noregi, umhverfisvernd er henni ofarlega í huga og hún upplysir um afstöðu sína til hvalveiða.
EM – dagbókin, stór hópur Húsvíkinga er nú í Frakklandi að fylgja íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Einn af höfuðpaurum hópsins er Pétur Helgi Pétursson eða Peddi, hann er búinn að vera í stöðugu sambandi við blaðamann Skarps, ferðum hópsins eru gerð góð skil í blaðinu.
Skarpur leit inn á fund forsetaframbjóðanda sem fram fór á Húsavík á dögunum, þá eru einnig svipmyndir frá opnunum stærsta ráðstefnuhótels á Norðurlandi, Pennans Eymundssonar og Naustsins í Seli og margt fleira.
Áskriftarsímar: 4600 740 og 843 6583
Netfang: skarpur@skarpur.is og egill@still.is
Skarpur, 16. júní