Skarpur kom út í dag á sumardaginn fyrsta og kennir þar ýmissa grasa. Ítarlegt viðtal er við Huld Hafliðadóttur um Hvalasafnið á Húsavík, sögu þess, verkefni og framtíðarsýn. Vangavelt er um hvort forsendubrestur hafi orðið i forsetakosningum og hvort fyrrum veitustjóri á Húsavík sé óður eður ei, en einn forsetaframbjóðandinn hélt því fyrrnefnda fram á sínum tíma. Greint er frá ferðum Heimis Harðarsonar á Eldlandi og víðar á suðurhveli jarðar. Fjallað um athugasemdir fyrsta þingmanns Norðausturkjördæmis við Samgönguáætlun. Vikið að Vorfagnaði Hreims. Og við sögu í blaðinu koma einnig sundlaugar og bílastæði í Norðurþingi, sigursælir Geislamenn, launahækkun í Vinnuskólanum, Mærudagahald í óvissu, þörf á fjölgun leikskólaplássa á Húsavík, Öxarfjörður í sókn og sitthvað fleira er í Skarpi sumardagsins. JS