Nú er orðið fært fyrir sjúkraflug en það hefur verið ófært síðan gosið hófst í Grímsvötnum.
Sjúkraflugvél Mýflugs er nú að flytja tvo sjúklinga frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og mun að því loknu fara aftur til
Egilsstaða og ná í aðra tvo sjúklinga. Óskað var eftir fyrra fluginu nú í morgun og hefur verið beðið eftir því
að fá grænt ljós á flugið. Með í fluginu eru tveir sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar ásamt
lækni frá FSA.